LÍFSTÍLSVERSLUNIN SYSTUR OG MAKAR, STRANDGÖTU 9 AKUREYRI S: 588 0101
Laugavegi 40 Reykjavík S: 588 0100
Systurnar María Krista og Katla Hreiðarsdætur sem og makar þeirra Börkur Jónsson og Þórhildur Guðmundsdóttir reka verslunina Systur og Makar við Strandgötu á Akureyri sem og á Laugavegi 40 í Reykjavík.
Verslanirnar eru notalegar lífstílsverslanir með íslenskri hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru en systurnar reka hvor sitt fyrirtækið nú þegar (með mökum sínum): Volcano Design og Krista Design.
Viðtökurnar hjá landanum bæði út á landi sem og í borginni hafa verið með eindæmum dásamlegar svo þau ákváðu að sameina krafta sína og opna verslun með vörum sínum, fyrst opnaði á Akureyri þann 5. sept 2014 og nú 5. feb sl opnuðu Systur og makar á Laugaveginum.
Verslunarstjóri á Akureyri er Aðalbjörg Guðmundsdóttir systir Þórhildar og starfsmaður okkar á Laugavegi er mágkona systranna Theódóra Ingibergsdóttirsvo þær leita ekki langt yfir skammt.
Bestu kveðjur
María Krista og Katla, Börkur og Tóta
SYSTUR&MAKAR
Lífstílsverslun með fatnað frá merki Volcano Design og gjafavöru og skarti Kristu Design.

