top of page

FRÉTTAHORNIÐ

Systur og makar opna aðra verslun !

Volcano og Krista Design skrifa

 

Þann 5. febrúar opnuðu Systur og makar sína aðra verslun og nú á Laugavegi 40 þar sem Volcano Design var áður til húsa. Það var skemmtileg tilviljun að þessi dagur var valinn, fimm mánuðum eftir að fyrsta búðin opnaði og á fimmtudegi þann fimmta febrúar. Viðtökurnar hafa verið frábærar eins og á Akureyri og þykir okkur afskaplega vænt um hversu vel okkur er tekið. Skútunni stjórnar hópurinn saman en fastur starfsmaður á Laugavegi er auðvitað ein úr fjölskyldunni og er mágkona okkar systra. Hún heitir Theodóra Ingibergsdóttir og bjóðum við hana innilega velkomna til okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
Systur og makar opna !

Volcano og Krista Design skrifa 

 

Eftir örfáa daga eða þann 5.sept 2014 munum við opna dyrnar á litlu búðinni okkar á Akureyri og bjóða norðlendinga sem og aðra gesti velkomna í opnunarteitið. Við erum búin undirbúa ferðina nokkuð vel hér fyrir sunnan og leggjum hress og kát af stað í ævintýrið norðan heiða. Hlökkum til að hitta sem flesta í fullri búð með vörum frá vörumerkjum okkar, Volcano Design og Kristu Design.

 

 

 

© 2014 SYSTUR&MAKAR.  Skapað með Wix.com

bottom of page